555-555-5555
mymail@mailservice.com
Íslenskur hópur hefur leitt þróun ´á kennsluefni (SmileyTutor) fyrir nemendur sem hafa takmarkaðan aðgang að framhaldsmenntun ásamt þróun á rafræna umbunarkerfinu SmileyCoins.
Markmiðið okkar er að koma nemendum frá fátækrahverfum Afríku í háskólanám með hjálp nútímatækni.
Sagan
Styrktarfélagið Broskallar eru félagasamtök (non-profit) sem var stofnað árið 2015 til að sjá um fjársöfnun til verkefnisins Menntun í ferðatösku (Education in a suitcase).
Verkefnið á uppruna í rannsóknaverkefni um vefstudda kennslu, en vefkerfið SmileyTutor (áður tutor-web) hefur verið notað við kennslu og sem rannsóknatæki um vefstudda kennslu á Íslandi og erlendis allt frá árinu 2004.
Við njótum aðstoðar fjölmargra nemenda við sumarstörf sem koma að þróun Smiley auk þess fjölmargra aðila í Kenía og Bretlandi.
Gunnar starfar sem prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann er hugmyndasmiður SmileyTutor, SmileyCoin, Menntun í ferðatösku og einn af stofnendum SmileyCharity. Hann byrjaði að þróa SmileyTutor fyrir um 25 árum og hefur gengið í öll verk síðan, allt frá forritun á SmileyCoin bálkakeðjunni í að skipuleggja sölu á dömubindum í SmileyStores og allt þar á milli.
Anna Helga starfar sem dósent við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í verkefninu í um 15 ár. Hún er ein af stofnendum SmileyCharity og snúa hennar helstu verkefni að þróun og prófun á SmileyTutor. Uppáhalds verkefnin hennar eru þó ferðir til Kenía að hitta nemendur og SmileyGuides og verða vitni að því frábæra starfi sem samstarfsaðilar SmileyCharity vinna í Kenía.
Jamil Lentin er sjálfstætt starfandi hugbúnaðarverkfræðingur sem starfar sem Shuttle Thread í Bretlandi. Hann sérhæfir sig í þróun opins hugbúnaðar og er hann aðal forritari verkefnisins. Hann er ábyrgur fyrir þróun SmileyTutor og veitir ráðgjöf um vélbúnað og aðra tæknilega þætti. Jamie hefur að auki farið nokkrar ferðir til Kenía til að styðja við samstarfsaðila verkefnisins.
Bjarki er stærðfræðingur að mennt og er nú að vinna að meistaragráðu í tölfræði við Háskóla Íslands. Samhliða náminu hefur Bjarki unnið fjögur sumur í verkefninu. Hans helstu verkefni snúa að forritun á SmileyCoin bálkakeðjunni og vefveski SmileyCoin. Bjarki fór í sína fyrstu ferð til Kenía árið 2023 og verður það örugglega ekki sú síðasta.
Kamau er stærðfræði- og eðlisfræðikennari og hefur hann kennt í árarðir í framhaldsskólum í Kenía. Hann er aðal tengiliður SmileyCharity í Kenía. Hann fer með með spjaldtölvur og veitir SmileyGuides stuðning í SmileyLibraries í Nairobi, Kajiado, Marsabit, Garissa, Turkana, Kiambu, Embu, Meru, Nakuru, Bungoma, and Makueni sýslunum.
Benta er menntaður kennari og starfar hún nú í Kakrigu Mfangano Primary School. Hún starfaði áður í Takawiri Primary School og er frábær árangur verkefnisins þar ekki síst henni að þakka en hún hefur einstakt lag á að hvetja nemendur áfram. Þegar nemendur eru farnir í framhaldsskóla koma þau til Bentu í skólafríum og vinna í SmileyTutor til að undirbúa sig fyrir háskólanám.
David er reyndur stærðfræði- og efnafræðikennari. Þekking hans á kennslufræðum ásamt góðri tækniþekkingu er verkefninu einstaklega mikilvæg. David er tengiliður verkefnisins við Challenge Aid sem reka óformlega skóla í stærstu og verstu fátækrahverfum í austur-Afríku, flesta í Nairobi. Nú eru 7 þessara skóla þátttakendur í verkefninu.
Buhashane sér um starfsemi verkefnisins á sjö stöðum innan Kakuma flóttamannabúðanna í norð-vestur hluta Kenía en þar búa um 200.000 flóttamenn, aðallega frá Suður-Súdan og Sómalíu. Hann er menntaður kennari og stofnandi Hope for Bright Africa.
Um 50 SmileyGuides vinna frábært starf á yfir 40 stöðum í Kenía og Eþíópíu. Þeirra helsta hlutverk er að styðja við bakið á nemendum og hvetja þau áfram í náminu. Mörg þeirra sjá einnig um SmileyStores þar sem nemendur geta keypt nauðsynjavörur, svo sem mat og dömubindi, fyrir SmileyCoin.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
Title
Title
Title
Styrktarfélagið Broskallar safnar fé til að hjálpa nemendum í fátækrahverfum í Afríku, mest í Kenía, til að komast í háskóla með því að gefa þeim tækifæri til að æfa sig og ná þannig þeirri kunnáttu sem þarf til að standast inntökupróf í háskóla. Önnur hliðarstarfsemi er Smiley Invest ehf. stofnað til að auðvelda fjárfestum að styðja við starfsemina í Kenía með því að kaupa Broskalla á markaði. Félagið á þegar einn milljarð Broskalla og á reglulega fundi með fjárfestum til að ná fleiri bakhjörlum.
Einn af stofnendum Broskalla og í stjórn styrktarfélagsins frá stofnun árið 2015. Gunnar er tölfræðingur að mennt og starfar sem prófessor í tölfræði við Háskóla Íslands.
Ein af stofnendum Broskalla og í stjórn styrktarfélagsins frá stofnun árið 2015. Anna Helga er tölfræðingur að mennt og starfar sem dósent í tölfræði við Háskóla Íslands.
Hefur verið í stjórn Broskalla frá vori 2023. Sigríður Björk er hagfræðingur og framhaldsskólakennari að mennt og starfar sem rekstrarstjóri Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
Hefur verið í stjórn Broskalla frá vori 2023. Gunnar Bjarni er krabbameinslæknir að mennt og hefur starfað í Seattle, Landspítala og nú heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Sjá nánar á www.heimsmarkmidin.is