Get in touch

555-555-5555

mymail@mailservice.com

Smiley verslanir, jákvæð viðbót

25. apríl 2023

Smiley verslun er nemendum til hagsbóta

Í gegnum Smiley verkefnið læra nemendur stærðfræði í Smiley bókasöfnum. Með því að leggja stund á námið og komast áfram í námsefninu fá þau Smiley mynt (Broskalla) sem þau geta notað til þess að kaupa ýmsa hluti í sérstökum Smiley verslununum.


Nemendur nota Smiley kennslukerfið til að læra og í gegnum það geta þau unnið sér inn Smiley mynt sem geymd er í rafrænu veski.


Fyrsta Smiley bókasafnið byrjaði á skrifborð í Kibera bókasafninu, knlsKibera. Þar gátu nemendur keypt ávexti, snakk, netaðgang eða dömubindi fyrir Smiley mynt. Í upphafi voru aðeins örfáir hlutir seldir á þessum bókasöfnum. Einhver sá um að kaupa vörur í hefðbundinni búð og selja í Smiley verslun fyrir Broskalla. Þegar nemendur hafa gert sín kaup með því að nota Broskalla úr rafræna veskinu sínu endurgreiðir SmileyCharity leiðbeinandanum fyrir vörurnar. Um leið fer samsvarandi upphæð út af reikningi Smiley verslunarinnar.


Fyrsta Smiley verslunin í knlsKiber

Í hverri viku athugar SmileyCharity stöðuna á rafmyntinni SMLY til að sjá hversu mikið hefur verið lagt inn á Smiley verslun á hverjum stað og millifærir samsvarandi upphæð af kenískum skildingum til Smiley leiðbeinanda sem hefur umsjón með versluninni. Í staðinn fær SmileyCharity mynt (í grundvallaratriðum er góðgerðarfélagið að kaupa til baka broskalla).


Með auknum fjölda Smiley bókasafna hafa nokkrar nýjar leiðir verið prófaðar og innleiddar. Sum Smiley bókasöfn hafa útvíkkað grunnhugmyndina og breytt út af því sem upphaflega var farið af stað með. Í þessari færslu er fjallað um "venjulegar" verslanir, sem starfa í tengslum við skólana eða bókasafnanna.


Hjá New life Africa International í Nakuru (SmileyLibrary NLAFnakuru) var gert samkomulag við verslunareiganda rétt fyrir utan skólann. Verslunareigandinn leyfir nemendum að safna hlutum í versluninni gegn inneign. Starfsfólk á Smiley bókasafninu heldur utanum upplýsingarnar og greiðsla fer fram þegar peningarnir hafa verið sendir.

Hjá keníska þjóðarbókasafninu í Moyale (SmileyLibrary knlsMoyale) hefur Smiley leiðbeinandinn gert samkomulag við eiganda söluturns og geta nemendur leyst út broskalla sína til að kaupa ýmsa hluti eins og sykur, maísmjöl, matarolíu, dömubindi, bækur, penna, mjólk og svo framvegis. Sunnudaginn áður en þetta var skrifað keyptu nemendur hrísgrjón, matarolíu, hitabrúsa, sykur o.fl.

Skólar hjá Schools of Hope, þar sem eru Smiley bókasöfn, hafa gert samninga við umsjónarmenn skólanna um að reka verslanir. Þessar verslanir eru staðsettar fyrir utan bókasöfnin. Hver og einn skóli hefur umsjónarmann sem er ólaunaður sjálfboðaliði og sumir þeirra reka líka verslun nálægt bókasafninu. Í Mashimoni (SmileyLibrary MashimoniSoH) er t.d. einn umsjónarmaður sem á búð rétt við bókasafnið. Samningur hefur verið gerður um að Smiley nemendur geta notað þessa búð til að kaupa matvæli.


Það sem helst ávinnst með þessu fyrirkomulagi er að Smiley nemendur eru ekki bundnir við sérstakar vörur sem Smiley leiðbeinendur velja, heldur er þeim frjálst að nota tekjur sínar til að kaupa hefðbundna hluti í Smiley verslun.


Áhrifin eru alveg ótrúleg. Flestir nemendur virðast kaupa mat fyrir fjölskyldur sínar. Sumir nemendur gera matarinnkaup og gefa til fjölskyldna í neyð, í sínu hverfi. Í nokkrum tilfellum upplýsa nemendur bókasafnsfræðinga um að þeir hafi nú frelsi til að læra frekar en að vinna þar sem þeir sjá fjölskyldum sínum fyrir mat á þennan hátt.


12. janúar 2024
Frá viðburðinum í Hátíðasal. Frá vinstri á myndinni eru Ásdís Baldursdóttir og Kristján Gíslason, aðstandendur styrktarsjóðs Hringfarans, Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Gunnar Stefánsson og Anna Helga Jónsdóttir, aðstandendur Menntunar í ferðatösku, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
30. nóvember 2023
Frásögn kennara Chol Mabior
1. nóvember 2023
Það var dásamleg upplifun að hitta loksins fólk sem hefur unnið saman síðan á COVID-tímum án þess að hittast, nema á fjarfundum.
28. október 2023
Meira um Smiley verslanir
20. október 2023
Vinnustofa Smiley með leiðbeinendum
7. október 2023
Styrktaraðilar gera formlega úttekt á verkefninu
21. september 2023
Stúlkur læra og fá fyrir hreinlætis- og tíðavörur
25. ágúst 2023
Afkastamiklir nemendur
1. maí 2023
Kakuma Community Library var fyrsta velgengnissaga okkar, sem tengist flóttamannabúðum.
29. apríl 2022
Frétt af vef HÍ um samvinnu og styrk frá Hringfaranum
Share by: