555-555-5555
mymail@mailservice.com
Núna eru yfir 40 staðir í Afríku sem nota Smiley kennslukerfið í gegnum góðgerðarstarfið okkar. Flestir þeirra eru í Kenía og flestir eru sýndir á meðfylgjandi mynd.
Á myndinni kemur fram að þeir staðir sem eru í efra vinstra horni myndarinnar eru í flóttamannabúðunum í Kakuma.
Þegar þetta er skrifað eru 7 staðir í flóttamannabúðunum í Kakuma sýslu. Sex þeirra eru í Kakuma flóttamannabúðunum og einn er í Kalobeyei.
Eins og sést hér á eftir eru þrír staðir nýlega opnaðir, en þar eru 4-5 nemendur sem hafa prófað kerfið á fyrstu dögunum:
Staður | Í notkun | SMLY í Milljón | fjöldi spjalda | Ónotað |
---|---|---|---|---|
KakumaAdIYD2 | 39 | 1 | 50 | 11 |
KakumaCL | 74 | 41 | 100 | 26 |
KakumaLTGirls | 18 | 0 | 50 | 32 |
KakumaOLGirls | 4 | 0 | 50 | 46 |
KakumaRW | 46 | 4 | 50 | 4 |
KakumaYD | 4 | 0 | 50 | 46 |
KalobeyeiBHFGirls | 5 | 0 | 50 | 45 |
KakumaLTGirls er heimavistarskóli fyrir eldra skólastig (e. Lifeworks Tumaini Boarding Girls Secondary School). Enginn nemandi hefur unnið sér inn 1 milljón Smiley mynta og þó að 18 reikningar hafi verið virkjaðir er töluverð vinna framundan áður en fyrsti nemandinn klárar allar KCSE æfingarnar og þá þénað nóg til að kaupa spjaldtölvu.
KakumaOLGirls er einnig heimavistarskóli fyrir stúlkur í eldri bekkjum grunnskóla (e. Our Lady's Girls Boarding Secondary School). Sá skóli bættist við í þeirri viku sem þetta er skrifað.
KakumaRW er rekið af Rescue Wings. Þau hafa staðið sig mjög vel og hafa nokkrir nemendur unnið sér inn 1 milljón Smiley mynta. Hins vegar hafa nemendur ekki lokið við KCSE efnið og Rescue Wings hafa ekki enn selt þeim spjaldtölvur. Um leið og það gerist verða fleiri spjaldtölvur sendar til þeirra.
KakumaYD er Kakuma Youth Drive, önnur viðbót þessarar viku.
KalobeyeiBHFGirls er heimavistarskóli fyrir stúlkur í Kalobeyei og rekinn af Big Heart Foundation, en þau bættust einnig við í vikunni.
Ánægjulegt er að af sjö stöðum, eru þrír stelpnaskólar! Okkur er alvara með markmiði okkar um að að minnsta kosti 50% útskriftarnema séu stúlkur.
Ef þú hefur áhuga á gagnagreiningum eða lýsigögnum eru ýmsar upplýsingar skráðar í skrá á https://libraries.tutor-web.net/tables/mapdata.txt og okkur þætti vænt um góðan R kóða til að búa til betri gröf.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu með tölfræði um verkefnið, á https://libraries.tutor-web.net
KakumaAdIYD2 eru velferðarátak fyrir ungmenni (e. The Advocacy Initiative for Youth Development) . Þau hafa fengið úthlutað 50 reikningum, þar af hafa 39 verið virkjaðir. Einn nemandi hefur unnið sér inn eina milljón Smiley mynta.
Ef þú skoðar vefsíðuna, sem vísað er í hér að ofan, muntu sjá að einn nemandi hefur nú þegar keypt spjaldtölvu. Á þeirri síðu sérðu líka að KakumaAdIYD2 hefur fengið 15 spjaldtölvur, þ.e.a.s. 10 fleiri en fyrstu 5 sem við byrjum venjulega á. Þetta er eðlilegt verklag : Þegar nýr samstarfsaðili hefur sýnt fram á að hann geti hvatt nemendur á þennan hátt, sendum við strax fleiri spjaldtölvur.
KakumaCL er Kakuma Community Library. Þeir voru fyrsti staðurinn okkar í Kakuma flóttamannabúðunum. Eins og sést hafa þeir unnið frábært starf og 41 nemandi hefur þénað yfir 1 milljón Smiley myntir.