Get in touch

555-555-5555

mymail@mailservice.com

Styrktarsjóður Hringfarans styrkir Broskalla um 10 milljónir

12. janúar 2024

Frá viðburðinum í Hátíðasal. Frá vinstri á myndinni eru Ásdís Baldursdóttir og Kristján Gíslason, aðstandendur styrktarsjóðs Hringfarans, Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Gunnar Stefánsson og Anna Helga Jónsdóttir, aðstandendur Menntunar í ferðatösku, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson

Fimmtudaginn 4. janúar 2024 var haldinn fjölsóttur viðburður í Hátíðasal Háskóla Íslands. Á þeim fundi afhenti Styrktarsjóður Hringfarans, hjónin Ásdís Rósa Baldursdóttir og Kristján Gíslason, Styrktarfélagi Broskalla rausnarlegan tíu milljóna króna styrk. Styrkur sem þessi er mjög mikilvægur fyrir áframhaldandi öflugt starf Broskalla og fagnar Styrktarfélagið Broskallar áhuga frá fleiri bakhjörlum fyrir verkefnið. 


Á fundinum var fjallað um þá rannsóknavinnu og þróun sem unnin hefur verið innan Háskóla Íslands og verið grunnurinn að verkefnum Broskalla. Aðstandendur verkefnisins, þau Gunnar Stefánsson prófessor og Anna Helga Jónsdóttir dósent, sögðu frá því hvernig umbunarkerfi er hvetjandi fyrir nemendur í viðbót við ávinningin af aukinni þekkingu.


Punktar, Broskallar, sem nemendur safna sér með því að stunda námið geta þau nýtt til kaupa á námsgögnum og ýmsum nauðsynjavörum fyrir sig og fjölskyldur sínar. Styrktarfélagið Broskallar heldur utan um þennan hluta verkefnisins og aflar fjár til þess en ásamt því að vinna sér inn broskalla öðlast nemendur í Kenía um leið kunnáttu sem þarf til að standast inntökupróf í háskóla.


Á fundinum greindu Gunnar og Anna Helga frá velgengni verkefnisins og mikilvægi þess fyrir nemendur í Kenía. Nú þegar hafa 4.000 nemendur í fátækrahverfum og flóttamannabúðum nýtt sér kerfið, m.a. til undirbúnings fyrir háskólanám og hefur m.a. aukið tækifæri stúlkna til náms. Verkefnið er nú rekið á 45 stöðum í Kenía.


Á fundinum tóku til máls, samstarfsaðilar Broskalla í Kenía og greindu frá ávinningi af verkefninu. Hringfarinn, Kristján Gíslason, sagði frá kynnum sínum af verkefninu á einni af ferðum sínum. Styrktarsjóður Hringfarans hafði áður styrkt verkefnið um fimm milljónir króna og bætti nú um betur og styrkti verkefnið um tíu milljónir. Gunnar Stefánsson tók við gjöfinni fyrir hönd verkefnisins.


Sjóðurinn hefur verið helsti bakhjarl verkefnisins ásamt utanríkisráðuneytinu, Háskóla Íslands og Alfreð. Viðburðinum í Hátíðasal lauk með ávarpi Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra.

30. nóvember 2023
Frásögn kennara Chol Mabior
1. nóvember 2023
Það var dásamleg upplifun að hitta loksins fólk sem hefur unnið saman síðan á COVID-tímum án þess að hittast, nema á fjarfundum.
28. október 2023
Meira um Smiley verslanir
20. október 2023
Vinnustofa Smiley með leiðbeinendum
7. október 2023
Styrktaraðilar gera formlega úttekt á verkefninu
21. september 2023
Stúlkur læra og fá fyrir hreinlætis- og tíðavörur
25. ágúst 2023
Afkastamiklir nemendur
1. maí 2023
Kakuma Community Library var fyrsta velgengnissaga okkar, sem tengist flóttamannabúðum.
25. apríl 2023
Smiley verslun er nemendum til hagsbóta
29. apríl 2022
Frétt af vef HÍ um samvinnu og styrk frá Hringfaranum
Share by: