Get in touch

555-555-5555

mymail@mailservice.com

Reynslusaga kennara og nemanda

30. nóvember 2023

Frásögn kennara Chol Mabior

Eftirfarandi er frásögn frá Smiley leiðbeinanda Chol Mabior. Frásögnin er birt með hans leyfi.


Frá því ég var ungur hef ég trúað á dugnað og guðrækni. Mér finnst alltaf mikilvægt að breyta rétt við erfiðar aðstæður. Ég gleðst yfir og kann vel að meta vel unnið starf. Í mars á þessu ári (2023), þegar skráningu í skólann okkar var lokið, kom til okkar strákur frá Suður Súdan. Hann sagði mér frá aðstæðum sínum og í kjölfarið ræddi ég við yfirmann minn og bað um inngöngu fyrir strákinn. Hann samþykkti að veita drengnum inngöngu. Strákurinn tók stærðfræði- og tónsmíðapróf og stóðst þau með mikilli prýði. Eftir að hafa tekið aðeins tvö próf þá leiddi hann árangur nemenda skólans, og stóðs þannig þá áskorun sem ég hafði lagt fyrir hann.

Áður hafði sami piltur verið efstur á öllum prófum og það yfir langan tíma. Á því varð nú breyting og varð nýi pilturinn efstur í bekk af 335 nemendum. Við skoruðum því á bekkinn að gera betur en Ali Anur og fá viðurkenningu fyrir. Ég vann náið með nemandanum og ráðlagði honum í náminu. Auk þess að vera leiðbeinandi drengsins skráði ég hann í eflandi nám hjá SmileyCharity, sem miðar að því að styrkja nemendur í stærðfræði og sem námsmenn. Þar reikna nemendur stærðfræðiverkefni á netinu og fá fyrir það Smiley mynt. Nemendur nota Smiley mynt til að kaupa matvöru, föt, skriffæri eða spjaldtölvu eins og sést á myndinni. Þegar við nálguðumst KCPE sagði ég við Benjamín, að ég þyrfti 350 stig frá honum og hann sagði „Kennari, ég geri betur en það“. Ég efaðist ekki um að hann myndi standa við orð sín. Þegar yfir lauk fékk hann 390 stig, eða aðeins 38 stigum frá efstu manneskju í öllu Kenía. Þetta eru skilaboðin sem hann skrifaði mér á Facebook:


„Kæri kennari Chol Mabior, ég er seinn að þakka þér fyrir hjálpina og það sem þú lagðir á þig til að fá pláss fyrir mig í skólanum. Ég hef ekki gleymt því hversu góður þú varst við mig í mars 2023 með því að sannfæra skólastjórann í Cush um að taka mig inn í námið.

Til viðbótar þessu þá hefur þú lagt mikið á þig til að halda okkur virkum í skólanum"


12. janúar 2024
Frá viðburðinum í Hátíðasal. Frá vinstri á myndinni eru Ásdís Baldursdóttir og Kristján Gíslason, aðstandendur styrktarsjóðs Hringfarans, Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Gunnar Stefánsson og Anna Helga Jónsdóttir, aðstandendur Menntunar í ferðatösku, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
1. nóvember 2023
Það var dásamleg upplifun að hitta loksins fólk sem hefur unnið saman síðan á COVID-tímum án þess að hittast, nema á fjarfundum.
28. október 2023
Meira um Smiley verslanir
20. október 2023
Vinnustofa Smiley með leiðbeinendum
7. október 2023
Styrktaraðilar gera formlega úttekt á verkefninu
21. september 2023
Stúlkur læra og fá fyrir hreinlætis- og tíðavörur
25. ágúst 2023
Afkastamiklir nemendur
1. maí 2023
Kakuma Community Library var fyrsta velgengnissaga okkar, sem tengist flóttamannabúðum.
25. apríl 2023
Smiley verslun er nemendum til hagsbóta
29. apríl 2022
Frétt af vef HÍ um samvinnu og styrk frá Hringfaranum
Share by: