555-555-5555
mymail@mailservice.com
Þegar Mary hjá knlsKibera bað okkur fyrst að styðja nemendur á fleiri vegu en með því að útvega spjaldtölvur, höfðum við ekki hugmynd um hvað við vorum að fara út í!
Nokkrum árum síðar eru Broskallaverslanir mjög mikilvægur hluti af starfi Smiley.
Í verslununum geta nemendur notað Smiley mynt sem þau hafa unnið fyrir hörðu höndum, sem þau fá sem verðlaun eftir að hafa klárað heil æfingasett. Þetta hefur á marga vegu sýnt sig að er mikilvægt.
Nemendur koma á Smiley bókasöfn og segja leiðbeinandanum setningar eins og „Ég má læra í stað þess að þrífa í miðbænum“.
Leiðbeinendurnir okkar segja okkur að verslanirnar eru ekki bara mikilvægar fyrir nemandann heldur fjölskyldur þeirra og samfélagið.
Við höfum dæmi um stráka sem vinna sér inn Smiley mynt, kaupa mat í Smiley verslun og gefa matinn til fjölskyldna sem standa hallari fæti en þeirra eigin. Nemendur kaupa þó oftast mat fyrir fjölskylduna sína, eins og á þessari mynd frá KakumaLTGirls.
Búðirnar hafa náð mjög góðum árangri og margar þeirra hafa beðið um meiri aðstoð til verslananna. Sá stuðningur ræðst alfarið af því fjármagni sem verkefnið hefur.
Á meðfylgjandi myndum er aðeins lítið sýnishorn af því hvernig nemendur hafa not af Smiley verslunum. Við eigum von á því að starfsemin aukist til framtíðar og því þurfum við að finna nýjar leiðir til þess að styðja við verslanirnar.